SIÐAREGLUR SÓLAR

Siðareglur Sólar innihalda almenn viðmið um góða og ábyrga starfshætti og taka til allra sem starfa hjá fyrirtækinu, koma fram fyrir þess hönd eða í nafni þess. Við tileinkum okkur siðareglur þessar í störfum okkar, í samskiptum við viðskiptavini, birgja sem og aðra hagaðila.
Starfsfólk Sólar skal hafa gildi fyrirtækisins að leiðarljósi í öllum sínum störfum, í samskiptum sín á milli, gagnvart viðskiptavinum og öðrum samstarfsaðilum. Gildi Sólar eru: VIRÐING, JÁKVÆÐNI OG FAGMENNSKA.
Markmið með siðareglum þessum er að skapa ramma um störf okkar og gefa leiðbeiningar um það hvernig við högum störfum okkar fyrir fyrirtækið, hvernig við högum samskiptum okkar á milli og gagnvart samstarfsaðilum. Þá er reglunum ætlað að tryggja heiðarleika og stuðla að hlítni við þær starfsreglur sem við setjum okkur og gagnvart lögum og reglum samfélagsins.

SAMFÉLAG
Við viljum eiga þátt í það byggja upp samfélagið sem við störfum í og njóta virðingar. Virðingu ávinnum við okkur með athöfnum okkar innan og utan fyrirtækisins, þar sem leikreglum samfélagsins er fylgt og með því að vinna störf okkar að heiðarleika, sanngirni og réttsýni.
Við erum staðráðin í að láta óréttmæta viðskiptahætti ekki viðgangast en það felur meðal annars í sér að tilkynna um ætluð brot til réttra aðila og taka þátt í aðgerðum sem stuðla gegn svikum, spillingu og ólöglegri starfsemi.

JAFNRÉTTI OG VIRÐING
Við höfum jafnrétti og mannréttindi ávallt að leiðarljósi í störfum okkar. Við sýnum umburðarlyndi og tökum tillit til ólíkra sjónarmiða. Við stuðlum að gegnsæi með starfsaðferðum okkar, með jákvæðum samskiptum og tryggjum þannig öfluga liðsheild.

ÖRYGGI
Við gætum ávallt fyllsta öryggis í störfum okkar, upplýsum og fræðum starfsmenn og samstarfsaðila um þær öryggiskröfur sem eiga við og okkur ber að fylgja. Þannig fylgjum við öryggisreglum í hvívetna.

VIÐSKIPTAVINURINN
Við hlúum að góðum tengslum við viðskiptavini okkar, hlustum á þarfir þeirra og leggjum okkur fram við að ávinna okkur traust. Við leggjum okkur fram við að vinna úr athugasemdum og ábendingum, leitumst við að læra af þeim og bregðumst við án tafar. Við sýnum heilindi í samskiptum við viðskiptavini þannig að beggja hagur sé tryggður. Við bjóðum ekki verðmæti, gjafir eða annað sem túlka mætti sem tilraun til að hafa áhrif á ákvarðanatöku og stuðla að óeðlilegum ávinningi.

SAMSTARFSAÐILAR
Við höfum virðingu og heiðarleika að leiðarljósi í samskiptum gagnvart samstarfsaðilum og öðrum hagsmunaaðilum. Við gerum kröfu um að starfsemi samstarfsaðila sé í takt við sett lög og reglur samfélagsins og í takt við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Við öflum okkur nægilegra upplýsinga um samstarfsaðila til að fullvissa okkur um að við gerumst ekki með sek um óréttmæta viðskiptahætti eða mannréttindabrot.

VINNUSTAÐURINN
Það er á ábyrgð allra starfsmanna Sólar að stuðla að góðri liðsheild og starfsanda, okkur er umhugað um samstarfsfólk okkar, viðskiptavini og aðra samtarfsaðila. Við sýnum hvort öðru sanngirni og virðingu. Við erum umburðalind og tökum tillit til ólíkra sjónarmiða og leyfum hæfileikum hvers og eins að njóta sín í þeim tilgangi að stuðla að starfsánægju og byggja með jákvæðum hætti undir samfélagið okkar.

TRÚNAÐUR
Við gætum ávallt fyllsta trúnaðar og erum bundin þagnarskyldu um hvaðeina sem við fáum vitneskju um í störfum okkar varðandi málefni fyrirtækisins, varðandi málefni sem snúa að viðskiptavinum okkar og öðrum samstarfsaðilum. Við hagnýtum ekki slíkar upplýsingar í eigin þágu og ljóstrum ekki upp um upplýsingar sem leynt eiga að fara, nema skylt sé að veita slíkar upplýsingar lögum samkvæmt.
Þagnar- og trúnaðarskylda helst þó látið sé af störfum.

ORÐSPOR
Orðspor Sólar er ein okkar verðmætasta eign. Okkur ber að varðveita og efla orðsporið til að ávinna okkur traust samfélagsins og til að skapa góðan vinnustað. Þetta gerum við best með því að virða og fylgja siðareglum fyrirtækisins í hvívetna.

Útgefið í Reykjavík, janúar 2018.

Sólar notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Sólar notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á solarehf.is


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur