GÓÐUR STARFSANDI ER OKKUR HJARTANS MÁL

Sólar er ræstingafyrirtæki sem hefur um árabil sérhæft sig í alhliða ræstingum fyrir fyrirtæki, hótel, stofnanir og húsfélög. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið störfum við m.a. á Reykjanesinu, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri, Ísafirði, Selfossi og nágrenni og í Vestmannaeyjum.

 

 

Við erum eitt stærsta ræstingafyrirtækið á landinu, en hjá okkur starfa um 450 frábærir starfsmenn. Allt frá fyrsta degi hefur meginstoð fyrirtækisins verið starfsmannastefna byggð á jákvæðri endurgjöf, virðingu og góðum starfsanda. 

Virðing fyrir umhverfinu er órjúfanlegur hluti af viðskiptastefnu okkar og áherslum. Við erum lifandi fyrirtæki sem lítur á sig sem ábyrgan þátttakanda í vistkeðjunni. Þess vegna eru þau ræstiefni sem við notum Svansvottuð og við notum eins lítið af plastpokum og unnt er. 

Mikilvægur hluti af þjónustu okkar er eftirfylgni en við erum stolt af okkar frábæru þjónustudeild sem sér til þess að gæði ræstinga og annarrar þjónustu séu alltaf eins og best verður á kosið. Þjónustustjórar okkar eru í góðum samskiptum við viðskiptavini og alltaf til taks.

Starfsfólk okkar fær góða þjálfun og öflugt gæðaeftirlit tryggir hámarksárangur.

Við störfum eftir gildunum okkar – virðing, jákvæðni og fagmennska – til að tryggja gæði þjónustunnar.

Sólar er aðili í Stjórnvísi, félag um framsækna stjórnun og Samtökum atvinnulífsins. Í ár erum við tíunda árið í röð í hópi Framúrskarandi fyrirtækja Credit Info og meðal 2,3 % íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar.

Umhverfisstefna

Eineltisstefna

Jafnréttisáætlun

Siðareglur

 

Starfsmannafélag Sólar

Hjá fyrirtækinu er mjög öflugt starfsmannafélag og við leggjum kapp á að vera lifandi, skemmtilegur og umhyggjusamur vinnustaður. Býður félagið uppá ýmsa skemmtilega viðburði fyrir starfsmenn. Hér má sjá nokkrar myndir þegar glatt er á hjalla.

 

 

 



Sólar notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Sólar notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á solarehf.is


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur