Saga Sólar
Saga frumkvöðla, vaxtar og arfleiðingar
Árið 2002 steig Einar Ólafsson fyrsta skrefið í þeirri vegferð sem síðar átti eftir að verða Sólar. Hann hafði lokið MBA námi með áherslu á mannauðsmál, þar sem hann fékk mikinn áhuga á að starfa með þeim hópi sem oft var í vanmetnustu og ósýnilegustu störfunumí atvinnulífinu. Hann trúði því að starfsánægja gæti skipt sköpum svo Sólar gæti blómstrað og þá þyrfti að byggja upp virðingu, góða vinnuaðstöðu, jákvæða vinnumenningu og endurgjöf.
Einar lést langt fyrir aldur fram árið 2007 en við keflinu tóku Daiva Leliené eiginkona hans, sem stýrði þjónustusviði Sólar til fjölda ára og synir hans tveir Ólafur og Gunnar. Þórsteinn Ágústsson tók við sem framkvæmdastjóri Sólar skömmu áður en Einar féll frá og leiddi hann innviðauppbyggingu og mikinn vöxt félagsins fram í byrjun árs 2023 þegar hann lét af störfum.
Í fyrstu var Sólar til húsa í Þverholti þar sem Einar rak gistiheimilið Egilsborg samhliða Sólarræstingum. Fyrsta verkefnið var ræsting í Nettó í Mjódd, þar sem Einar tók sjálfur tilhendinni ásamt Daivu og Þórsteini. Sólar stækkaði hratt og árið 2004 flutti fyrirtækið í stærra húsnæði í Askalind í Kópavogi og tekið var stærra skref með opnun þvottahúss.
Árið 2007 var sögulegt fyrir Sólar þar sem fyrirtækið hlaut fyrst allra ræstingarfyrirtækja á Íslandi hin virt norrænu umhverfisvottun, Svaninn. Þa sama ár veitti umhverfisráðuneytið Sólar umhverfisverðlaunin „Kuðunginn“. Þessi viðurkenning staðfesti að Sólar var ekki bara í rekstri heldur einnig leiðandi afl í sjálfbærum vinnubrögðum ogsamfélagslegri ábyrgð.
Sólar stórt skref í vexti sínum árið 2018 tók þegar fyrirtækið keypti fyrirtækið Táhreint sem var sérhæftí sérverkefnum. Áframhaldandi vöxtur kallaði á enn stærra húsnæði og árið 2021 flutti Sólar starfssemi sína að Dalshrauni 6 í Hafnarfirði. Árið 2024 var svo ræstingafyrirtækið Mánar keypt sem styrkti stöðu Sólar enn frekar.
Alla tíð hefur Sólar byggt á þeim gildum sem Einar lagði upp með. Sólar hefur aldrei bara verið í rekstri, Sólar er samfélag sem stendur saman í gegnum áskoranir, erfiðleika og sigra. Enn í dag er fyrirtækið rekið af sömu fjölskyldu og á sömu grunngildunum; virðingu, jákvæðni og fagmennsku.
Einar lést langt fyrir aldur fram árið 2007 en við keflinu tóku Daiva Leliené eiginkona hans, sem stýrði þjónustusviði Sólar til fjölda ára og synir hans tveir Ólafur og Gunnar. Þórsteinn Ágústsson tók við sem framkvæmdastjóri Sólar skömmu áður en Einar féll frá og leiddi hann innviðauppbyggingu og mikinn vöxt félagsins fram í byrjun árs 2023 þegar hann lét af störfum.
Í fyrstu var Sólar til húsa í Þverholti þar sem Einar rak gistiheimilið Egilsborg samhliða Sólarræstingum. Fyrsta verkefnið var ræsting í Nettó í Mjódd, þar sem Einar tók sjálfur tilhendinni ásamt Daivu og Þórsteini. Sólar stækkaði hratt og árið 2004 flutti fyrirtækið í stærra húsnæði í Askalind í Kópavogi og tekið var stærra skref með opnun þvottahúss.
Árið 2007 var sögulegt fyrir Sólar þar sem fyrirtækið hlaut fyrst allra ræstingarfyrirtækja á Íslandi hin virt norrænu umhverfisvottun, Svaninn. Þa sama ár veitti umhverfisráðuneytið Sólar umhverfisverðlaunin „Kuðunginn“. Þessi viðurkenning staðfesti að Sólar var ekki bara í rekstri heldur einnig leiðandi afl í sjálfbærum vinnubrögðum ogsamfélagslegri ábyrgð.
Sólar stórt skref í vexti sínum árið 2018 tók þegar fyrirtækið keypti fyrirtækið Táhreint sem var sérhæftí sérverkefnum. Áframhaldandi vöxtur kallaði á enn stærra húsnæði og árið 2021 flutti Sólar starfssemi sína að Dalshrauni 6 í Hafnarfirði. Árið 2024 var svo ræstingafyrirtækið Mánar keypt sem styrkti stöðu Sólar enn frekar.
Alla tíð hefur Sólar byggt á þeim gildum sem Einar lagði upp með. Sólar hefur aldrei bara verið í rekstri, Sólar er samfélag sem stendur saman í gegnum áskoranir, erfiðleika og sigra. Enn í dag er fyrirtækið rekið af sömu fjölskyldu og á sömu grunngildunum; virðingu, jákvæðni og fagmennsku.