Fyrirtæki og stofnanir
Sérsniðin þjónusta eftir þörfum viðskiptavina
Við leggjum mikla áherslu á gott samstarf við viðskiptavini okkar og ekkert verkefni varðandi ræstingar og fyrirtækjaþrif er okkur ofviða. Starfsfólk okkar hefur allt klárað grunnþjálfun í ræstingum og er það mikill metnaður hjá okkur að starfsfólkið sé vel þjálfað í þrifum þannig að öll verk séu gæðaverk. Góð eftirfylgni með ræstingum og fyrirtækjaþrifum hefur skilað Sólar mikið af ánægðum viðskiptavinum og starfsfólki.