Þjónustan okkar
Ræsting fyrir stofnanir, fyrirtæki og húsfélög
Sólar sérhæfir sig í hreinlætislausnum á öllum sviðum. Við tryggjum hreint og öruggt umhverfi með gæða og umhverfisvottaðri ræstingarþjónustu. Þrautþjálfað starfsfólk okkar sinnir starfi sínu af fagmennsku og áreiðanleika hvort sem um er að ræða störf í daglegri ræstingu eða sértækri þjónustu.

Ræstingarþjónusta
Alhliða ræstingarþjónusta með hreinlæti og fagmennsku að leiðarljósi.
Sérverkefni
Sérverkefnadeild Sólar býr yfir áralangri reynslu og þekkingu á sérþrifum. Þjónustan okkar einkennist af hágæða vinnubrögðum og fagmennsku í hverju verkefni. Öllum verkefnum stýrir verkstjóri sem tryggir vandaða framkvæmd frá upphafi til enda. Fyrir okkur er ekkert verkefni of stórt eða smátt!
Sérþrif
Hreingerningar, iðnaðar- og nýbyggingarþrif ásamt öllum sértækum þrifum
Gluggaþvottur
Gluggaþvottur fyrir húsfélög, fyrirtæki og stofnanir
Ábyrg þjónusta sniðin að þínum þörfum
Tryggð gæði í hverju verkefni
Við hjá Sólar leggjum mikla áherslu á að veita þjónustu í hæsta gæðaflokki. Við tryggjum að viðskiptavinir okkar fái vandaða og áreiðanlega þjónustu, óháð stærð eða umfangi verkefnis.
Með góðu eftirliti, reglulegri endurgjöf og þjálfun starfsmanna, viðhöldum við háum gæðastöðlum og tryggjum ánægju viðskiptavina okkar.
