ÖrugGUr vinnustaður
Hreinlæti, fagmennska og traust þjónusta
Við leggjum metnað í að skapa hreint og öruggt umhverfi fyrir fyrirtæki, húsfélög og stofnanir. Með faglegu
og áreiðanlegu starfsfólki bjóðum við upp á sérsniðnar lausnir í ræstingu. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið störfum við meðal annars á Reykjanesi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri, Ísafirði, Fjarðarbyggð, Árborg og í Vestmannaeyjum.

Fólkið okkar skiptir máli
Starfsfólk Sólar
Hjá Sólar starfar fjölbreytt og öflugt teymi. Við hlúum að starfsánægju og þróun í starfi.
Starfsandinn skapar gæðin
Lífið hjá Sólar
Gott starfsumhverfi er lykillinn að árangri. Við leggjum áherslu á jákvæð samskipti, samheldni og faglegan vöxt. Hver starfsmaður er mikilvægur hluti af teymi okkar og er góður starfsandi okkar hjartans mál.


Allt um sólar
Saga Sólar
Sólar var stofnað árið 2002 af Einari Ólafssyni og hefur frá þeim tíma vaxið í það að verða eitt stærsta ræstingarfyrirtæki landsins. Fyrirtækið hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar og frá fyrsta degi hefur meginstoð fyrirtækisins verið starfsmannastefna byggð á jákvæðri endurgjöf, virðingu og góðum starfsanda. Árið 2007 hlaut Sólar fyrst ræstingarfyrirtækja á Íslandi hin virt norrænu umhverfisvottun Svaninn.
Við byggjum á traustum gildum
Gildin okkar eru grunnurinn að árangri
Við hjá Sólar vinnum eftir skýrum gildum sem endurspegla hver við erum og hvernig við störfum. Gildin okkar eru leiðarljós í allri okkar þjónustu.
Virðing
Jákvæðni
Fagmennska
Gæðavottuð þjónusta sem þú getur treyst
Við tryggjum gæði í hverju verkefni
Hjá Sólar leggjum við áherslu á að veita hágæða þjónustu sem stenst strangar kröfur. Vottanir okkar staðfesta skuldbindingu okkar við fagmennsku, umhverfisvitund og öryggi. Með viðurkenndum stöðlum og eftirliti tryggjum við áreiðanleika í öllum okkar verkefnum.




