VOTTANIR OG VIÐURKENNINGAR

Svansvottun

Sólar var fyrsta ræstingafyrirtæki á Íslandi til að fá Svansvottun og erum við mjög stolt af því. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og leiðandi umhverfismerki í heiminum. Svanurinn gerir strangar kröfur um umhverfi, heilnæmi, gæði og virkni.

Mikilvægir áfangar sem náðust með Svansvottuninni 2007

  • Ræstingaefnum fækkaði úr þrettán efnum í fjögur og eru öll efnin okkar Svansmerkt
  • Minnkun á notkun glærra plastpoka, úr þremur tonnum í eitt tonn á ári
  • Allir starfsmenn fá sömu þjálfun og leiðbeiningar um hvernig ræsta skal
  • Öflugt gæðaeftirlit  tryggir góðan árangur
  • Minni umhverfisáhrif

 

Jafnlaunavottun

Sólar hlaut Jafnlaunavottun í janúar 2021 en meginmarkmið hennar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnlaunavottun var  lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST85. Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

 

INSTA800

Árið 2016 hlaut Sólar vottun þess efnis að mega vinna með gæðastaðalinn INSTA 800 en hann inniheldur kerfi til að koma á og meta gæði ræstingar. INSTA 800 byggir á staðlinum EN 13549. INSTA 800 lýsir hvernig mælikerfi er beitt til að skilgreina hvaða gæða er krafist og til að skoða hvaða ræstingargæði nást. Í dag starfar Sólar samkvæmt staðlinum á Landspítalanum.

 

Festa

Sólar er hluti af Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Hlutverk Festu er að efla samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja, auka vitund í samfélaginu og hvetja til samstarfs og aðgerða.

 

Jafnvægisvogin

Sólar  er í hópi 56 fyrirtækja, 11 sveitarfélaga og 22 opinberra aðila sem hlutu árið 2023 viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA fyrir að jafna hlutfall kynja í stjórnunarstöðum, en Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni FKA – Félags kvenna í atvinnulífinu. Í ár tökum við stolt á móti þessu 3 árið í röð.

Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hafa náð góðum árangri á þessu sviði og fjölgaði þeim þátttakendum sem hafa náð markmiðunum um 31 á milli ára.

 

Kuðungurinn

Fyrir starf sitt að bættum umhverfismálum fékk fyrirtækið Kuðunginn árið 2007, umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins. 

 

UN Global Compact

Sólar er eitt af rúmlega 9.000 fyrirtækjum á heimsvísu sem eru meðlimir UN Global Compact, en samtök þessi gefa sig út fyrir að vera leiðbeinandi og stuðningur fyrir þau fyrirtæki sem vilja stunda viðskipti á ábyrgan hátt með það að leiðarljósi að huga að sjálfbærari framtíð.

 


Sólar notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Sólar notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á solarehf.is


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur