- nóvember 2022
Á næstum dögum sendum við út okkar árlegu viðhorfskönnun. Hún er send á alla okkar viðskiptavini og er mikilvæg leið fyrir okkur að heyra beint frá notendum þjónustu okkar hvernig þeim líkar hún. Bæði hvað vel er gert og einnig hvar við getum bætt okkur.
Könnunin er framkvæmd af Prósent, sem framkvæmdi jafnframt eldri kannanirnar, og er gert ráð fyrir að hún standi yfir í tvær vikur. Allir þátttakendur, sem vilja, geta tekið þátt í gjafaleik þar sem tveir verða dregnir út og fá afhent gjafabréf frá Íslandsbanka upp á 15.000 kr.
Með fyrirfram þakklæti fyrir þátttöku.
Þórsteinn Ágústsson framkvæmdastjóri