STEFNA SÓLAR EHF UM FORVARNIR
GEGN EINELTI, ÁREITNI OG VANLÍÐAN Á VINNUSTAÐ

 

Yfirlýsing og skilgreiningar

Sólar ehf lýsir því yfir að allt starfsfólk á rétt á að komið sé fram við það af virðingu og umhyggju. Einelti, kynferðisleg áreitni , kynbundið áreiti og/eða ofbeldi er ekki liðið.

Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.

Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðg­andi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

Ofbeldi: Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis.

 

Meginmarkmið

Markmið stefnu og viðbragðsáætlunar gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi er að koma í veg fyrir slíka áreitni á vinnustaðnum og tryggja að úrræði séu til staðar telji aðili sig hafa orðið fyrir slíkri hegðun. Skilgreiningar á hugtökum í stefnu þessari og viðbragðsáætlun styðjast við gildandi vinnuverndarlög og reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015.

 

Réttindi og skyldur

Starfsmaður sem orðið hefur fyrir eða hefur vitneskju um einelti, kynferðislega áreitni , kynbundið áreiti og/eða ofbeldi á vinnustað skal upplýsa yfirmann, öryggistrúnaðarmann eða sviðsstjóra mannauðs um það.

Öllum aðilum ber skylda til að bregðast við eins fljótt og kostur er komi fram ábending um einelti, áreitni eða aðra óviðeigandi hegðun í garð starfsfólks á vinnustað. Öll mál sem berast um einelti, áreitni eða aðra óviðeigandi hegðun eru könnuð og er það á ábyrgð stjórnenda að tryggja það. Tryggt er að fyllsta trúnaðar sé gætt í hvívetna við meðferð mála og gagna til að vernda hagsmuni allra hlutaðeigandi.

Starfsfólk skal hafa gildi Sólar ehf – virðing, jákvæðni og fagmennsku – að leiðarljósi í daglegu starfi og sýna siðferðilega ábyrgð í samskiptum við samstarfsfólk.

Starfsfólki er óheimilt að leggja samstarfsfólk í einelti, áreita eða beita það ofbeldi.

Allt starfsfólk skal taka þátt í að skapa jákvætt vinnuumhverfi sem stuðlar að vellíðan á vinnustað og er laust við einelti, kynferðislega áreitni , kynbundið áreiti og/eða ofbeldi.

Nýju starfsfólki skal kynnt stefna og viðbragðsáætlun fyrirtækisins til að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi strax við upphaf starfs. Stefnan og viðbragsáætlunin eru rifjaðar upp reglulega á starfsmannafundum. Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi er ekki liðið hjá fyrirtækinu. Ef yfirmaður fær vitneskju um einelti, áreitni eða ofbeldi skal hann bregðast við í samræmi við viðbragðsáætlun.

Fyrirtækið mun grípa til aðgerða gagnvart starfsfólki sem leggur aðra í einelti, beitir áreitni eða ofbeldi, t.d. með áminningu eða uppsögn. Ef gerandinn er áfram í starfi verði hann látinn axla ábyrgð og hann studdur til að láta af hegðun sinni. Þörf þolanda fyrir stuðning er metin og stuðningur veittur eftir því sem þörf krefur.

Leiði mat á aðstæðum til þess að einelti, áreitni eða ofbeldi eigi sér ekki stað eða hafi ekki átt sér stað á vinnustaðnum skal samt sem áður grípa til aðgerða í því skyni að uppræta þær aðstæður sem kvartað hafði verið yfir eða bent verið á, séu aðstæðurnar enn til staðar, sem og í því skyni að koma í veg fyrir að aðstæðurnar komi upp aftur.

 

Stefna þessi tekur gildi frá og með apríl 2023 og var samþykkt af framkvæmdastjórn. 


Sólar notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Sólar notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á solarehf.is


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur