JAFNRÉTTISÁÆTLUN OG JAFNLAUNASTEFNA SÓLAR EHF

 

Hjá Sólar ehf starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks, bæði karlar og konur af ólíku þjóðerni og með ólíkan bakgrunn. Líkt og 18. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla,  kveður á um sem og annarra laga er tengjast jafnrétti, hefur Sólar ehf sett sér jafnréttisáætlun. Einnig er tekið tillit til laga nr. 80/2019 um kynrænt sjálfræði. Tilgangur áætlunarinnar er að tryggja jafna stöðu karla og kvenna sem starfa innan fyrirtækisins óháð því hvaða starfi þau sinna. Sólar ehf skuldbindur sig til að vera vinnustaður þar sem allt starfsfólk er metið á eigin forsendum, óháð kyni, þjóðerni, aldri, trúarskoðun eða öðru slíku.
Sólar ehf mun kynna áætlunina fyrir öllu starfsfólki enda mikilvægt að stjórnendur og starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi jafnréttis í öllum störfum og verkefnum innan fyrirtækisins. Jafnréttisáætlunin nær til allra starfsmanna Sólar ehf.

Áætlunin gildir til þriggja ára og var samþykkt af stjórn Sólar þann 13. ágúst 2020. Árlega er farið yfir jafnréttisáætlunina, umbætur og breytingar gerðar ef þörf er á.

Sólar ehf. hefur einnig sett sér sérstaka jafnlaunastefnu. Hjá Sólar ehf eru greidd laun eftir umfangi og eðli starfa og tekið er mið af þeim kröfum sem störf gera um menntun, hæfni og ábyrgð. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við kjarasamninga og jafnlaunakerfi Sólar ehf. studdar með rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf. Jafnlaunamarkið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar.

Sólar notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Sólar notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á solarehf.is


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur