ÞRIF - RÆSTINGAR
Sólar sér um ræstingar og þrif fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir. Við störfum eftir gildunum okkar – virðing, jákvæðni og fagmennska – til að tryggja gæði þrifa. Hjá Sólar er lögð mikil áhersla á vellíðan starfsmanna og jákvætt viðmót því við vitum að gott starfsfólk skapar traust og vellíðan hjá viðskiptavinum okkar. Öflugt gæðaeftirlit með þrifaþjónustu, vel þjálfað starfsfólk og umhverfisvænar lausnir á sviði fyrirtækjaþrifa hafa gert okkur að einu stærsta fyrirtæki landsins á okkar sviði. Starfsfólk Sólar ræstir hjá fjölda fyrirtækja á Reykjavíkursvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Selfoss og nágrenni, Ísafirði, Akureyri, Reykjanesi og Vestmannaeyjum en heilbrigt, hreint og gott andrúmsloft tryggir betri starfsanda. Starfsfólki líður betur í vinnu og ber aukna virðingu fyrir starfsumhverfi sínu.
Við leggjum mikla áherslu á gott samstarf við viðskiptavini okkar og ekkert verkefni varðandi ræstingar og fyrirtækjaþrif er okkur ofviða. Starfsfólk okkar hefur allt klárað grunnþjálfun í ræstingum og er það mikill metnaður hjá okkur að starfsfólkið sé vel þjálfað í þrifum þannig að öll verk séu gæðaverk. Góð eftirfylgni með ræstingum og fyrirtækjaþrifum hefur skilað Sólar mikið af ánægðum viðskiptavinum og starfsfólki.
Við sjáum m.a. um þrif og sótthreinsun á:
- Skrifstofum
- Hótelum
- Skólum og leikskólum
- Spítölum
- Lækna- og tannlæknastofum
- Verslunum
- Verksmiðjum og matvælaframleiðslu
- Bakaríum
- Sundlaugum
- Heildverslunum
- Orlofsíbúðum fyrir orlofsfélög
- Leiguíbúðum fyrir leigufélög
Við leggjum ríka áherslu á að ná fram hagræðingu í kostnaði með tilvonandi og núverandi viðskiptavinum okkar sem fá hjá okkur þrifaþjónustu.
Fáðu ráðgjöf og við gerum tilboð þér að kostnaðarlausu um hvernig hagræða megi í þínu fyrirtæki þegar kemur að þrifum og ræstingum. Hafa samband