SAGAN
Sólar var stofnað af Einari Ólafssyni í janúar árið 2002. Hann lést langt fyrir aldur fram, 17. apríl 2007.
Hann vissi að til að fyrirtækið myndi blómstra þyrfti gott starfsfólk og góðan vinnuanda. Strax frá stofnun fyrirtækisins byggði hann starfsmannastefnuna á jákvæðri endurgjöf við hvert tækifæri til að styrkja starfsfólk fyrirtækisins.
Sólar var fyrst til húsa í Þverholti þar sem Einar, stofnandi Sólar rak gistiheimilið Egilsborg samhliða Sólarræstingum.
Fyrsta verkefni Sólar var ræsting í Nettó í Mjódd og myndinni hér að neðan má sjá Einar ásamt El Mahfoud Bouanba, fyrsta starfsmanni Sólar og Þórsteini Ágústssyni fyrrverandi framkvæmdastjóra.
Árið 2004 flytur Sólar í stærra húsnæði að Askalind í Kópavogi. Sólar keypti og rak þar þvottahús í tvö ár.
Árið 2006 flytur svo Sólar að Kleppsmýrarvegi 8, leigir þar í byrjun en festir svo kaup á húsnæðinu í apríl 2007. Árið 2021 verða svo kaflaskil í fyrirtækinu, en þá flutti það starfsemi sína að Dalshrauni 6, Hafnarfirði.
Árið 2007 fékk Sólar fyrst leyfi ræstingafyrirtækja á Íslandi til að nota norræna umhverfismerkið Svaninn og hlaut sama ár „Kuðunginn“ umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins.
Hér að neðan koma myndir
af nokkrum skemmtilegum viðburðum úr sögu Sólar