VOTTANIR OG VIÐURKENNINGAR
Svansvottun
Sólar var fyrsta ræstingafyrirtæki á Íslandi til að fá Svansvottun og erum við mjög stolt af því. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og leiðandi umhverfismerki í heiminum. Svanurinn gerir strangar kröfur um umhverfi, heilnæmi, gæði og virkni.
Mikilvægir áfangar sem náðust með Svansvottuninni 2007
- Ræstingaefnum fækkaði úr þrettán efnum í fjögur og eru öll efnin okkar Svansmerkt
- Minnkun á notkun glærra plastpoka, úr þremur tonnum í eitt tonn á ári
- Allir starfsmenn fá sömu þjálfun og leiðbeiningar um hvernig ræsta skal
- Öflugt gæðaeftirlit tryggir góðan árangur
- Minni umhverfisáhrif
Jafnlaunavottun
Sólar hlaut Jafnlaunavottun í janúar 2021 en meginmarkmið hennar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST85. Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.
INSTA800
Árið 2016 hlaut Sólar vottun þess efnis að mega vinna með gæðastaðalinn INSTA 800 en hann inniheldur kerfi til að koma á og meta gæði ræstingar. INSTA 800 byggir á staðlinum EN 13549. INSTA 800 lýsir hvernig mælikerfi er beitt til að skilgreina hvaða gæða er krafist og til að skoða hvaða ræstingargæði nást. Í dag starfar Sólar samkvæmt staðlinum á Landspítalanum.
Festa
Sólar er hluti af Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Hlutverk Festu er að efla samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja, auka vitund í samfélaginu og hvetja til samstarfs og aðgerða.
Jafnvægisvogin
Sólar er í hópi 56 fyrirtækja, 11 sveitarfélaga og 22 opinberra aðila sem hlutu árið 2023 viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA fyrir að jafna hlutfall kynja í stjórnunarstöðum, en Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni FKA – Félags kvenna í atvinnulífinu. Í ár tökum við stolt á móti þessu 3 árið í röð.
Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið. Stór hluti þeirra þátttakenda sem hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar hafa náð góðum árangri á þessu sviði og fjölgaði þeim þátttakendum sem hafa náð markmiðunum um 31 á milli ára.
Kuðungurinn
Fyrir starf sitt að bættum umhverfismálum fékk fyrirtækið Kuðunginn árið 2007, umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins.
UN Global Compact
Sólar er eitt af rúmlega 9.000 fyrirtækjum á heimsvísu sem eru meðlimir UN Global Compact, en samtök þessi gefa sig út fyrir að vera leiðbeinandi og stuðningur fyrir þau fyrirtæki sem vilja stunda viðskipti á ábyrgan hátt með það að leiðarljósi að huga að sjálfbærari framtíð.