Fréttir

Far-kaffihús Eflingar mætir á bílaplanið hjá Sólar

Heimsókn Eflingar til Sólar – far kaffihús á bílaplaninu og tækifæri til að fræðast og spjalla

kári Þráinsson
November 19, 2025

Í þessari viku mun Efling mæta á bílaplanið hjá okkur í Dalshrauni með far-kaffihús. Þar getur  starfsfólk gripið sér kaffi og bakkelsi, hist og spjallað saman um málefni sem skipta máli í daglegu starfi og fengið upplýsingar um starfstengd réttindi sín.

Við hjá Sólar fögnum þessu framtaki og bjóðum Eflingu hjartanlega velkomna. Það er alltaf ánægjulegt þegar góð samskipti og samvera fá rými í annasömum degi.

Hvetjum allt okkar frábæra fólk til að kíkja við þegar það hentar, þetta er kjörið tækifæri til að sýna sig og sjá aðra.