
Ný heimasíða og nýtt útlit Sólar
Nýtt útlit - ný ævintýri! Það gleður okkur að tilkynna að við höfum sett nýja og uppfærða heimasíðu Sólar í loftið.
Það gleður okkur að tilkynna að við höfum sett nýja og uppfærða heimasíðu Sólar í loftið. Undarfarnar vikur höfum við unnið hörðum höndum að koma nýrri síður www.solarehf.is í gagnið þar sem eldri síðan okkar var orðið barns síns tíma.
Tilgangurinn með nýjum vef er að gera hann notendavænni fyrir okkar viðskiptavini og auðvelda þeim leit að nauðsynlegum upplýsingar. Þá er síðan betur samhæfð með tilliti til snjallsíma. Vefsíðan er hönnuð og smíðuð af Jökulá og erum við afar ánægð með útkomuna.
Samhliða þessu var vörumerkið og ásýnd félagsins uppfærð, m.a. með uppfærðu merki (e. logo), litasamsetningum, leturnotkun og úliti á markaðsefni. Við héldum í kjarna fyrra útlits en léttum á því, nútímavæddum og löguðum að nútímakröfum um aðgengi. Nýja útlitinu er ætlað að virka jafnt á stafrænum miðlum sem og hefðbundnum, með skýrleika og aðgengi í fyrirrúmi.