
Páskakaffi haldið með glæsibrag
Þann 13. apríl fór fram hið árlega páskakaffi þar sem allt starfsfólk okkar fengu afhent páskaegg. Viðburðurinn er orðinn fastur liður í starfsmenningu fyrirtækisins og markar upphaf páskafrísins með notalegri samveru.
Þann 13. apríl fór fram hið árlega páskakaffi þar sem allt starfsfólk okkar fengu afhent páskaegg. Viðburðurinn er orðinn fastur liður í starfsmenningu fyrirtækisins og markar upphaf páskafrísins með notalegri samveru.
Í Sólar starfa um 500 manns á fjölbreyttum starfstöðvum víðs vegar um landið og var þess gætt að allir starfsmenn fengju sitt páskaegg, óháð staðsetningu. Á nokkrum stöðum var boðið upp á veglegt páskakaffi þar sem starfsfólk kom saman, naut veitinga og skiptist á góðum páskakveðjum.
Markmið þessa árlega viðburðar er ekki aðeins að færa starfsmönnum smá páska glaðning heldur einnig að styrkja liðsheildina og efla tengsl innan fyrirtækisins. Starfsfólk tók vel í viðburðinn og skapaðist skemmtileg stemning á öllum vígstöðvum.
Sólar vill þakka öllu sínu frábæra starfsfólki fyrir vel unnin störf og óskar þeim öllum gleðilegra páska!