
Sólar fær viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA
Sólar fékk afhent jafnvægisvogina 2024 við hátíðlega athöfn. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Við lok athafnar var farið í Jafnréttislund og gróðursett tré. Sólar er afar stolt að fá slíka vottun.
Jafnvægisvogin 2024
Í lok árs 2024 fékk Sólar afhenta við hátíðlega athöfn viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) unnið í samstarfi með Creditinfo, Deloitte, félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, Pipar\TBWA, RÚV, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.
Verkefnið hefur þann tilgang að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi. Markmið Jafnvægisvogar FKA er að hlutföllin verði a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnun/efsta lagi stjórnunar.
Við lok athafnar var farið í Jafnréttislund og gróðursett tré. Við hjá Sólar erum afar stolt af því að vera handhafi þessarar viðurkenningar.