Nýr starfsmaður

Sólar fær öflugan liðsstyrk

Sólar hefur á síðustu mánuðum bætt við sig miklum liðsstyrk en Eydís Perla Martinsdóttir hefur verið ráðin á sölu- og markaðssvið og á rekstrar- og mannauðssvið hafa þau Eyþór Örn Ólafsson og Vilborg Anna Garðarsdóttir verið ráðin til starfa. Við erum gríðarlega ánægð að fá þetta öfluga fólk til liðs við okkur og styðja þannig við núverandi þjónustustig, áframhaldandi vöxt og uppbyggingu á innviðum hjá Sólar.

Einar Hannesson
March 27, 2025

Sólar hefur á síðustu mánuðum bætt við sig miklum liðsstyrk en Eydís Perla Martinsdóttir hefur verið ráðin á sölu- og markaðssvið og á rekstrar- og mannauðssvið hafa þau Eyþór Örn Ólafsson og Vilborg Anna Garðarsdóttir verið ráðin til starfa. Við erum gríðarlega ánægð að fá þetta öfluga fólk til liðs við okkur og styðja þannig við núverandi þjónustustig, áframhaldandi vöxt og uppbyggingu á innviðum hjá Sólar.  

Vilborg Anna kom til starfa sem aðalbókari síðastliðið haust. Hún hefur mikla reynslu af fjármálum, innleiðingu nýrra fjárhags- og bókhaldsferla, greiningarvinnu og hefur síðustu 17 ár starfað á því sviði.  

Eydís Perla hefur víðtæka reynslu úr þjónustu og verkefnastjórnun, meðal annars úr störfum sínum hjá S4S, þar sem hún sinnti fjölbreyttum verkefnum. Eydís kom í starf söluráðgjafa í lok síðasta árs.  

Eyþór Örn, sem er nýráðinn til Sólar, verður sérfræðingur á rekstrar- og mannauðssviði þar sem helstu verkefni hans eru verðútreikningar og útboðsverkefni. Eyþór hefur starfað frá árinu 2022 á fjármálasviði Bláa Lónsins.