Fréttir

Sólar og Mánar sameinast í eitt sólkerfi

Í byrjun árs 2024 náðu Sólar ehf. og Mánar ehf. samkomulagi um að sameina félögin undir nafni Sólar. Fyrirtækin starfa bæði á virkum samkeppnismarkaði þar sem eftirspurn frá viðskiptavinum eftir víðtækri gæða- og heildarþjónustu fer vaxandi.

Einar Hannesson
March 27, 2025

Í byrjun árs 2024 náðu Sólar ehf. og Mánar ehf. samkomulagi um að sameina félögin undir nafni Sólar. Fyrirtækin starfa bæði á virkum samkeppnismarkaði þar sem eftirspurn frá viðskiptavinum eftir víðtækri gæða- og heildarþjónustu fer vaxandi.  

Við hjá Sólar teljum að samlegðaráhrif sé að finna í áherslum og rekstri fyrirtækjanna sem hvort um sig hefur sína styrkleika. Sífellt er verið að huga að leiðum til að þjónusta viðskiptavini okkar með betri og skilvirkari hætti en áður, með sérstaka áherslu á umhverfisvitund.  

“Mánar hafa vaxið jafnt og þétt undanfarin ár með ákveðinni sérhæfingu til dæmis í ýmissi þjónustu við húsfélög. Við höfum lagt áherslu á hátt þjónustustig og snöggan viðbragðstíma. Með samrunanum verður til enn öflugra félag með aukna samkeppnishæfni og sterkari innviði“ er haft eftir Kára Þráinssyni framkvæmdastjóra Mána.